A A A

Tálknafjörður innan við þorpið

Fyrir innan þorpið í Tálknafirði er að vaxa upp skógur í landi Gileyrar sem ásamt eigendum jarðanna Litla-Laugardals, Kvígindisfells og Hvammeyrar eru þátttakendur í skógræktarverkefninu Skjólskógar á Vestfjörðum.  Tálknafjörður mun því innan fárra ára verða með stærri skógarsvæðum á Vestfjörðum og verður áhugavert að fylgjast með þeim breytingum á veðurfari og umhverfi sem verða við svo umfangsmikla skógrækt.  Næsta jörð er Eysteinseyri þar sem eru vegamót til Bíldudals og Patreksfjarðar.  Bærinn Hjallatún stendur innst í firðinum en jörðin Norður-Botn er komin í eyði.  Frá Hjallatúni er þjóðleiðin Miðvörðuheiði sem farin var inn á Barðaströnd og er þar komið niður að bænum Haga á Barðaströnd, leiðin er nokkuð löng og mjög villugjörn í þoku og slæmu skyggni.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón