A A A

Sorphirða

Sorphirða og flokkun hjá Tálknafjarðarhreppi.

Kubbur ehf hefur tekið við sorp­hirðu í Vest­ur­byggð og Tálkna­fjarðarhreppi af Terra. Þessu fylgir að breytingar verða á fyrirkomulagi á sorphirðu. Þær felast m.a. í að sér ílát er fyrir lífrænan úrgagn og innra hólfi í endur­vinnslutunnu fyrir plastefni.
 

Þá hefur nýtt sorp­hirðu­da­gatal tekið gildi og hefst hirða að fullu eftir því í febrúar 2022.

Sorp­hirða er með tvennum hætti.

  • Annars vegar geta íbúar og fyrir­tæki farið með flokkað sorp og úrgang á gáma­velli í samræmi við opnun­ar­tíma og gjald­skrá

  • Hins vegar eru þrú sorpílát fyrir hvert heimili í þétt­býli, svört/grá tunna fyrir bland­aðan úrgang sem fer í urðun, blá/græn tunna fyrir pappír og pappa og í henni er innra hófl fyrir umbúðaplast og plast­filmu og svo brún tunna fyrir lífrænan heim­il­isúr­gang

  • Í dreif­býli er ekki brún tunna

 

Hér er hægt að fá nánari upplýsingar:

 



Gámavellir.

Þrír gáma­vellir eru til staðar á sunnanverðum Vestfjörðum: á Patreks­firði, Bíldudal og á Tálknafirði.

 

Á hverjum gáma­velli er svokall­aður flokk­un­ar­gámur, þ.e. hús með hólfum fyrir þurrt flokkað endur­vinnslu­efni, sem er aðgengileg allan sólar­hringinn. Endur­vinnslu­efni sem hér um ræðir eru: bylgjupappi og sléttur pappi, blöð, tímarit og skrif­stofupappír, fernur, plast (hart og lint), málmar, rafhlöður og kerta­af­gangar.

Íbúar sem standa í fram­kvæmdum greiða fyrir þann úrgang sem þeir skila inn á gáma­velli.

 

Gámavöllur á Tálknafirði, opnunartími:

  • Mánudagur Lokað

  • Þriðjudagur Lokað

  • Miðvikudagur 16:00-18:00

  • Fimmtudagur Lokað

  • Föstudagur Lokað

  • Laugardagur 10:00-12:00

  • Sunnudagur Lokað


Staðsetning og aðgengi tunna.

Æski­legt er að sorptunnur séu stað­settar við framan­vert hús og mikil­vægt að gæta þess að aðgengi við losun sé ætíð sem best. Afar mikil­vægt er að íbúar moki snjó frá sorptunnum. Fest­ingar á tunnum skulu vera þannig að auðvelt sé að losa þær og festa aftur.

Yfirfullar tunnur.

Tunnur skulu ekki fylltar meira en svo að þeim sé hægt að loka. Yfir­fullar tunnur geta valdið vand­ræðum og sóða­skap þegar þær eru losaðar. Yfir­fullar tunnur verða ekki losaðar og er íbúum bent á gámvellina.
 

Þrjár eru tunnur fyrir hvert heimili í þétt­býli og tvær í dreif­býli.

  • Grá tunna fyrir bland­aðan úrgang til urðunar

  • Blá/græn tunna fyrir úrgang til endur­vinnslu með innra hólfi

  • Brún tunna fyrir lífrænan heim­il­isúr­gang. (Ekki í dreif­býli)

Tunn­urnar eru losaðar samkvæmt sorp­hirðu­da­ga­tali.
 

Tunna fyrir blandaðan úrgang.

Í tunnu fyrir bland­aðan úrgang í urðun má setja allan almennan heim­il­isúr­gang, mikið matarsmitað plast, samsettar umbúðir (áleggs­bréf, ostabox, tann­krem­stúpur og fleira). Einnig ryksugu­poka, bleiur og annan úrgang sem inni­heldur vatn.


Úrgangur til endurvinnslu. 
Brún tunna – lífrænn heim­il­isúr­gangur:

Brúna tunnan er fyrir lífrænan heim­ilis úrgang. Í hana mega fara allir mataraf­gangar sem og annar lífrænn úrgangur sem til fellur á heim­ilum. Þ.e. allt sem lífnið­ur­brjót­an­legt í nátt­úr­unni.

 

Dæmi um lífrænan úrgang:

Afskurður af ávöxtum og græn­meti, kjöt- og fiskaf­gangar, brauð­meti, kaffi­korgur og tepokar, litlir trébútar eins og tann­stönglar. Einnig má nefna pappír og dagblöð og matar­menguð og ekki en þó í hóflegu magni og þá helst sem inni­halda ekki efni sem hindra rotnun.
 

Athugið að ef misbrestur er á flokkun efnis í brúnu tunnuna er líklegt að hún verði ekki tæmd.

Endur­vinnslut­unnan - blá/græn:

Í endur­vinnslutunnuna – þá bláu/grænu fer efni sem síðan fer í endur­vinnslu, bæði hér heima og erlendis. Allt það sem fer í tunnuna eru verð­mæti og endar sem hráefni í nýjar vörur. Það er mikil­vægt að allt hráefni sem fer í tunnuna sé vel frágengið samkvæmt þeim vinnu­reglum sem hér koma fram.
 

Ekki má setja gler eða málma í endur­vinnslutunnuna þar sem Kubbur notar mismun­andi móttöku­aðila sem eru með mismun­andi kvaðir um hvað má vera með pappír og plast efnum. Þetta er gert til að halda kostnaði í lágmarki.
 

Skila skal öllum málmum og gleri á endur­vinnslu­stöðvar og flokk­un­ar­bari sveita­fé­lagana.
 

Plast í 55 lítra innra hólf í bláu/grænu tunnu

  • Stíft plast: Hér flokkast allt það plast sem er stíft eins og t.d. plast­bakkar, plast undan drykkjum og dósir undan skyri o.fl. Áríð­andi er að skola vel svo að ekki komi ólykt.

Æski­legt er að lok og tappar séu ekki á umbúðum en fylgi með.

  • Plast­filma: Hér flokkast öll mjúk plast­filma, til dæmis utan af brauði, kökum, kexi, kaffi, snakki o.s.frv., bæði gegnsæ og ógegnsæ og einnig ef hún er állituð að innan. (ATH! að álfílma er þó ekki plast)

Áríð­andi er að tæma umbúð­irnar og skola allar matar­leifar af þeim.

Pappi og pappír í bláu/grænu tunnuna

  • Sléttur pappi: Hér flokkast umbúðir úr sléttum pappa, svo sem undan morgun­korni, kexi, haframjöli, ís o.fl. Best er að brjóta pappann saman og raða honum þétt t.d. í morgun­korn­spakka þannig að pappinn haldist saman.

  • Fernur: Hér flokkast mjólk­ur­fernur og aðrar drykkj­ar­fernur. Það þarf að opna þær og skola. Brjóta skal fern­urnar saman og raða þeim í eina fernu, það þétt að þær losni ekki sundur þegar þær eru settar í endur­vinnslutunnuna.

  • Bylgjupappi: Hér flokkast pizzu­kassar, allir pappa­kassar o.s.frv. Athugið að taka plast­poka úr köss­unum og tæma matar­leifar úr umbúðum. Mikil­vægt er að brjóta pappaum­búð­irnar saman svo þær taki minna pláss. Stærri pappa­kössum, til dæmis pappa utan af húsgögnum og heim­ilis­tækjum er hægt að skila á gáma­velli.

  • Pappír: Hér flokkast dagblöð, tímarit, fjöl­póstur og allur almennur skrif­stofupappír. Ekki þarf að fjar­læga hefti úr bæklingum eða plast úr gluggaum­slögum.

Það sem þarf að skila á endur­vinnslutöðvar og flokk­un­ar­bari.

  • Stórar plastumbúðir: Fyrirferðamiklar plastumbúðir eins og frauðplast, stærri brúsar og svipað sem passar ekki í plasthólf.

    Málmar
    : Hér flokkast niðursuðu­dósir, lok, tappar, álpappír og aðrir málmar eins og eggjárn og skæri o.þ.h.. Ekki þarf að fjar­lægja bréf­miða af dósum, plast­tappa, eða plast­hand­föng. Öllum stærri málm­hlutum t.d. pottum, pönnum, garð­verk­færum, sláttu­vélum o.fl. er hægt að skila á gáma­velli.

  • Gler eins og krukkur og glös og annað sem fellur til frá heim­ilum og er ekki með skila­gjaldi.

  • ATH! fjar­lægið allan málm af glerinu fyrir förgun þar sem það á ekki heima með gleri.


Skilaskyldar umbúðir.

Sérstakt skila­gjald er lagt á umbúðir undir drykkjar­vörur, svo sem áldósir, plast­flöskur og gler­flöskur undan gosdrykkjum og áfengum drykkjum o.fl. Þetta skila­gjald er hægt að fá endur­greitt á endur­vinnslu­stöð en einnig er hægt að gefa þessar umbúðir til styrktar félaga­sam­tökum.
 

Garðaúrgangur.

Fara verður með garða­úr­gang á gáma­völl. Lífrænn úrgangur úr garð­inum á ekki að fara í sorptunnur eða lífræna tunnu. Einnig er hægt að koma sér upp safn­haug eða safn­kassa í eigin garði og setja garða­úr­gang þar. Í safn­haugnum rotnar úrgang­urinn og verður að gróð­ur­mold. Stærri hlutir sem falla til í garð­inum svo sem afklippur af trjám, grjót og annað gróft efni skal fara með á gáma­völl.
 

Spilliefni.

Þessi sorp­flokkur hefur sérstöðu þar sem hann inni­heldur eitur­efni. Dæmi um algeng spilli­efni á heim­ilum eru olía, leysi­efni, s.s. þynnir og terpentína, lakk- og máln­ing­araf­gangar, skor­dýra­eitur, sýrur og basar, kvikasilfur, úðabrúsar, bílaraf­geymar, rafhlöður, flúrperur, sparperur og lyfja­af­gangar. Þessi efni á að fara með á gáma­völl.
 

Nytjahlutir.

Á heim­ilum fellur oft til ýmis­konar dót sem þörf er á að losa sig við. Má nefna endur­nýt­anleg og ónýt húsgögn, húsbúnað, ýmis tæki og tól, málma, timbur, pappa, plast, fatnað, skó o.fl. Sumt er svo stórt að ekki kemur til greina að setja í sorptunnur en annað kæmist þangað stærð­ar­innar vegna, en æski­legt er að fara með það á gáma­völl.
 

Til að fyrir­byggja misskilning þá þurfa íbúar ekki að greiða fyrir skil raftækja, þvotta­véla, þurrkara, ísskápa, frysti­kista, rúlluplasts, stór­sekkja, poka PP, plast­filma eða plast­umbúða á gáma­völl.
 

Nánari upplýs­ingar er að finna á heima­síðu Kubbs.
 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón