A A A

Laus störf í Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar - framlengdur umsóknarfrestur

Tálknafjarðarhreppur auglýsir laus störf í Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar.

 

Leitað er að einstaklingum með góða þjónustulund og getu til að sýna frumkvæði í starfi. Kunnátta í a.m.k. einu tungumáli auk íslensku er kostur. Umsækjendur skulu vera orðnir 18 ára og þurfa að standast hæfnispróf sundstaða.

 

Starfsfólk í Íþróttamiðstöð sinnir almennri afgreiðslu, þrifum, sundlaugarvörslu auk eftirlits með íþróttahúsi og klefum. Unnið er á vöktum dag, kvöld og helgar.. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. júní 2024 eða eftir samkomulagi. Bæði er hægt að sækja um framtíðarstarf sem og starf við sumarafleysingar. Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Tálknafjarðar tilheyrir fjölskyldusviði Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar.

 

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Skylt er að afla upplýsinga úr sakaskrá samkvæmt 4. málsgrein 10. greinar æskulýðslaga nr. 70/2007 áður en fólk er ráðið til starfa í íþróttamiðstöð. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri í síma 450-2500 eða sveitarstjori@talknafjordur.is.

 

Umsóknareyðublöð er að finna á talknafjordur.is og skila skal umsóknum á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, Tálknafirði. Umsóknarfrestur hefur veirð framlengdur til og með 15. maí 2024 og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um.

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          
Næstu atburðir
Vefumsjón