A A A

Skemmtileg sumarstörf á Minjasafninu að Hnjóti

Minjasafn Egils Ólafssonar auglýsir eftir hressu starfsfólki til starfa á safninu sumarið 2017.

 

Helstu verkefni starfsmanna er að leiðsegja gestum á lifandi hátt um safnið, afgreiðsla í kaffiteríu og ýmiss tilfallandi verkefni.

 

Við leitum að jákvæðum, þjónustulunduðum, skipulögðum og snyrtilegum einstaklingum með hæfni í mannlegum samskiptum. Gott vald á íslensku og ensku er skilyrði og frekari tungumálakunnátta er kostur.

 

Frítt húsnæði er fyrir starfsmenn í 5 km fjarlægð frá safninu. Eigið farartæki er kostur.

 

Frábært tækifæri fyrir nema eða annað áhugafólk um sögu, menningu og náttúru sunnanverðra Vestfjarða.

 

Atvinnuumsókn með ferilskrá skal skilað fyrir 1. mars á netfangið museum@hnjotur.is

 

Allar nánari upplýsingar gefur forstöðumaður safnsins, Inga Hlín Valdimarsdóttir í síma 456-1511 eða á museum@hnjotur.is.

Arnarlax leitar eftir starfsmanni í viðhald

Arnarlax er leiðandi laxeldisfyrirtæki á Íslandi með starfsstöðvar á Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði.

Hjá okkur starfar fjölbreyttur hópur af hæfileikaríku fólki sem hefur áhuga á að byggja upp atvinnu og gott samfélag á Vestfjörðum.
 

Átt þú heima með þessum hópi?

  • Við leitum að starfsmanni í viðhald í vinnsluhúsnæði Arnarlax.
  • Unnið er á vöktum 7 daga og 7 daga frí
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun eða reynslu af viðhaldi vinnsluhúss, vélstjórn og/eða rafmagni
  • Samvinnuþýður, glaðlyndur og áhugasamur einstaklingur óskast sem getur hafið störf sem fyrst.

    Hafðu samband: anna@arnarlax.is

Heimaþjónusta

Tálknafjarðarhreppur auglýsir eftir starfsmanni  í heimaþjónustu á Tálknafirði.

Félagsleg heimaþjónusta hefur það markmið að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur sem geta ekki án utanaðkomandi aðstoðar séð um heimilishald. Þjónustan getur verið veitt tímabundið eða til lengri tíma, allt eftir aðstæðum.

Stafshlutfall fer eftir eftirspurn hverju sinni. 

 

Frekari upplýsingar gefur  Arnheiður Jónsdóttir félagsmálastjóri  í

síma 450-2300 eða arnheidur@vesturbyggd.is


Tölvur og net auglýsa eftir tæknimanni

Um er að ræða fjölbreytt starf á sviði tækni- og tölvuvinnu á sunnanverðum vestfjörðum.
Starfið hentar bæði konum og körlum.

Viðkomandi þarf að hafa bílpróf og geta starfað sjálfstætt.

 

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Bjarna Einarsson í síma 659-0050 eða bjarni@ton.is

Eldri færslur
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          
Næstu atburðir
Vefumsjón