A A A

Allt á floti í Tálknafjarðarskóla

Sjaldan er ein báran stök, fyrir nokkrum vikum varð talsvert tjón í Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar þegar hitaveitulögn gaf sig og á föstudaginn gaf ofninn í tónlistarstofu Tálknafjarðarskóla upp öndina. Lekinn var mikill og þurfti hraðar hendur við að þurrka upp og forða meira tjóni. Sebastian bæjarfógeti í Þjónustumiðstöðinni brást hratt við, kom í veg fyrir lekann og mætti með ryksuguna, starfsmenn skólans brettu upp ermar og mokuðu vatninu upp. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var vatnsflaumurinn mikill og eiga starfsmenn sveitarfélagsins heiður skilinn fyrir hröð og fumlaus vinnubrögð.

 

Bryndís Sigurðardóttir

Sveitarstjóri

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón