A A A

Auglýsing um losun garðaúrgangs

Breyting á losun garðaúrgangs

Greinar og trjáafklippur á að fara með í gerðið uppi við þurrkhjallinn á efri brekkunni. Eingöngu má losa inni í gerðinu greinar og trjáafklippur en engu öðru má henda þar.

Heimilt er að losa gras á sama stað og verið hefur neðan við geymslusvæðið.

Öll losun er bönnuð á geymslusvæðinu í Hrafnadal og þar verður lokað fyrir umferð annarra en þeirra sem þar leigja geymslusvæði.

Allur úrgangur, allt timbur, húsgögn og aðrir munir eiga að fara á gámavöllinn til förgunar.

Íbúar eru beðnir um að virða þessi fyrirmæli um losun á sorpi. Gríðarlegur kostnaður fylgir því að losna við þann ruslahaug sem hefur safnast upp og nauðsynlegt að vinna að því sem fyrst. Því er brýnt að ekki bætist við hauginn og að íbúar virði reglur um losun á sorpi.

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          
Næstu atburðir
Vefumsjón