A A A

Fréttatilkynning frá sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps lítur þá stöðu sem komin er upp á þjóðvegi 60 í Kjálkafirði alvarlegum augum. Því er skorað á Vegagerðina að leysa það ófremdarástand sem komið er í samgöngumálum á sunnanverðum vestfjörðum sem allra fyrst. Núverandi ógn við samgönguöryggi er vegna náturuhamfara og sýnir sveitstjórn því fullan skilning. Því er það afar mikilvægt að Vegagerðin sinni því að koma fréttum af ástandi vegarins í Kjálkafirði til íbúa og ferðamanna með eins skilvirkum hætti og kostur er. Tálknafjarðarhreppur býður Vegagerðinni aðstoð sína við að koma upplýsingum um ástand vegarins á framfæri til íbúa og ferðamanna á suðursvæði í gegn um sína heimasíðu og upplýsingamiðstöð ferðamanna á staðnum.

Meðan óvissa er með veginn í Kjálkafirði þá vill sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps að samgöngur séu tryggðar með Baldri og að ferðir séu eins tíðar og þurfa þykir, enda er ferjan í raun þjóðvegur íbúa á svæðinu í dag. Á suðursvæði vestfjarða eru starfandi fyrirtæki sem eru í matvælaframleiðslu og þarf ekki að tíunda mikilvægi þess að öruggar samgöngur komist á svo að þau geti komið afurðum sínum á markað með skjótum og öruggum hætti. Núverandi ástand þjóðvegar 60 er beinlínis ógn við rekstur fyrirtækja á svæðinu, bæði framleiðslufyrirtækja svo og þeirra fyrirtækja sem starfa í ferðaþjónustu. Nú er mesti annatími ársins í ferðaþjónustu að ganga í garð og eiga mörg fyrirtæki og einstaklingar mikið undir því komið að samgöngur fyrir ferðamenn séu eins og best verður á kosið. Því er núverandi ástand á Þjóðvegi 60 beinlínis ógn við atvinnuöryggi íbúa hér á svæðinu.

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps.

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón