Laugardaginn 4. maí 2024 verður kosið annars vegar til sveitarstjórnar Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar og hins vegar til heimastjórna.
Laugardaginn 4. maí 2024 verður kosið annars vegar til sveitarstjórnar Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar og hins vegar til heimastjórna.
Kosningar til sveitarstjórnar fylgja kosningalögum en kosningar til heimastjórna fylgja reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga. Sveitarstjórnir Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps hafa samþykkt reglur um kosningar til heimastjórna í sameinuðu sveitarfélagi. Munurinn fyrir kjósendur felst aðallega í kosningaraldri og hvar skuli kjósa áður en kemur að kjördegi. Kosningaraldur til sveitarstjórnar er 18 ár en til heimastjórna er hann 16 ár.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í sveitarstjórnarkosningum fer fram á skrifstofum sýslumanna um allt land fram til föstudagsins 3. maí en kjördagur er laugardaginn 4. maí. Atkvæði í sveitarstjórnarkosningum þarf að senda til Vesturbyggðar eða Tálknafjarðarhrepps ef kosið er annars staðar en á Vestfjörðum. Hjá sýslumanni Vestfjarða á Ísafirði og Hólmavík má skilja atkvæðið eftir á skrifstofum þeirra og því verður komið til Patreksfjarðar fyrir kjördag.
Í heimastjórnarkosningunum er kosið í ráðhúsi Vesturbyggðar frá og með föstudeginum 19. apríl til og með föstudagsins 03.maí fyrir allar fjórar heimastjórnirnar og á kjördegi 4. maí í öllum kjördeildum sveitarfélaganna. Jafnframt má óska eftir að fá að greiða atkvæði i póstkosningu þar sem kjósandi fær sendan atkvæðaseðil, ýmist í pósti eða rafrænt samkvæmt reglum þar um. Kjörgengir til heimastjórnar eru allir íbúar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag en íbúar 16-18 ára geta kosið í heimastjórnarkosningunum.
Nánari upplýsingar um atkvæðarétt og utankjörfundaratkvæðagreiðslu eru hér fyrir neðan.
Hægt er að fletta upp hvort maður megi kjósa á heimasíðu Þjóðskrár.
Kjörgengir eru:
Kjörgengir eru:
Hægt er að fletta upp sínum kjörstað á heimasíðu Þjóðskrár.
Kosið verður til sveitarstjórnar og heimstjórna á kjördag á eftirfarandi stöðum:
Íbúar fyrrum Rauðasandshrepps eru skráðir í kjördeildinni á Patreksfirði.
Á Patreksfirði og Tálknafirði opnar kjördeild kl. 10:00, á Bíldudal og Krossholtum opnar hún kl. 12:00.
Samkvæmt 91. gr. kosningarlaga nr. 112/2021 má ekki slíta kjörfundi fyrr en átta klukkustundir eru liðnar frá því að hann hófst og ekki fyrr en hálf klukkustund er liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjörfundi má þó slíta er allir sem á kjörskrá standa hafa greitt atkvæði og eftir fimm klukkustundir ef öll kjörstjórnin og umboðsmenn eru sammála um það, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjörfundi skal þó slíta eigi síðar en kl. 22 á kjördag. Þeir kjósendur sem hafa gefið sig fram fyrir þann tíma eiga þó rétt á að greiða atkvæði.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst föstudaginn 5. apríl 2024.
Hægt er að kjósa utan kjörfundar á skrifstofu sýslumanns Vestfjarða að Aðalstræti 92 á Patreksfirði á afgreiðslutíma:
Þá er einnig hægt að kjósa utan kjörfundar á skrifstofum sýslumanna um allt land fram til föstudagsins 3.maí. Atkvæði í sveitarstjórnarkosningum þarf að senda til Vesturbyggðar eða Tálknafjarðarhrepps ef kosið er annars staðar en á Vestfjörðum. Hjá sýslumanni Vestfjarða á Ísafirði og Hólmavík má skilja atkvæðið eftir á skrifstofum þeirra og því verður komið til Patreksfjarðar fyrir kjördag.
Kosið er í ráðhúsi Vesturbyggðar að Aðalstræti 75 á Patreksfirði á opnunartíma:
Kosning hefst föstudaginn 19. apríl 2024.
Póstkosning í heimstjórnarkosningum:
Sjái íbúi sér ekki fært að mæta á kjörstað er hægt að óska eftir því að greiða atkvæði sitt með póstkosningu. Slík beiðni skal berast skrifstofum sveitarfélaganna í tölvupósti eða í síma og skal taka fram hvort kjörgögn eigi að berast til viðkomandi aðila í almennum bréfpósti eða í tölvupósti. Sé kosið í póstkosningu ber íbúi ábyrgð á að koma kjörseðli á kjörstað fyrir lokun kjörstaða, 4. maí.
Talning atkvæða úr sveitarstjórnarkosningunum fer fram í Félagsheimili Patreksfjarðar laugardaginn 4. maí og opnar talningarstaður kl. 21:00. Einnig verða atkvæði í heimastjórnarkosningunum talin á sama stað á sama tíma. Hægt er að fylgjast með talningunni á staðnum og verða úrslit í öllum kosningunum kynnt að talningu lokinni. Jafnframt verða úrslit kynnt á heimasíðu sveitarfélaganna.
Hægt er að senda fyrirspurnir á sameining@vesturbyggd.is. Þá má einnig hringja í ráðhús Vesturbyggðar á opnunartíma í síma 450 2300 eða á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps á opnunartíma í síma 450 2500. Einnig má senda skilaboð á Vesturbyggð á Facebook.