A A A

Opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish

Sjö ár eru nú liðin frá því að undirbúningur fyrir uppbyggingu nýrrar seiðaeldisstöðvar Arctic Fish hófst í botni Tálknafjarðar. Stöðin er nú risin og er um að ræða stærstu byggingar á Vestfjörðum.
 

Af því tilefni langar starfsfólki Arctic Fish að bjóða fólki að kynna sér starfsemina föstudaginn 18. október frá kl. 14:00

Í eldisstöðinni fer fram flókin starfsemi, allt frá klaki, frumfóðrun og til áframeldis í einu fullkomnasta vatnsendurnýtingarkerfi (RAS) í heimi.
 

Höfuðstöðvar Arctic Fish eru á Ísafirði en nýja landeldisstöðin í botni Tálknafjarðar er grunnurinn að starfseminni. Seiðin eru alin áfram í sjóeldisstöðvum okkar í Dýrafirði, Patreksfirði og Tálknafirði. Seiðaeldisstöðin er byggð með mögulegri stækkun í huga samhliða frekari uppbyggingu sjóeldis Arctic Fish á Vestfjörðum.
 

Við vonum að sem flestir geti fagnað með okkur á þessum stóra degi

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón