A A A

Skipulagsauglýsing, deiliskipulag fyrir stofnana- og íþróttasvæði á Tálknafirði

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýst eftirfarandi deiliskipulagstillaga:

Deiliskipulag fyrir stofnana- og íþróttasvæði á Tálknafirði.

 

Meginmarkmið skipulagsins er að skilgreina lóð fyrir grunnskólann á Tálknafirði á Sveinseyri og félagsheimilið Dunaga en einnig að skilgreina lóðir fyrir íþrótta- og skólastarfsemi og skipuleggja lóð fyrir tjaldstæði suðvestan við grunnskólann. Jafnframt er endurskilgreind aðkoma, bílastæði, gönguleiðir o.s.frv. m.t.t. umferðaröryggis. Deiliskipulagssvæðið er um 6,8 ha að stærð.

 

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38 frá og með föstudeginum frá 1. mars 2024 til 12. apríl 2024. Hún aðgengileg undir málsnúmerinu 206/2024 á www.skipulagsgatt.is og einnig er hægt að sjá hana hér.

 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við til 12. apríl 2024.

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38, 460 Tálknafirði, merkt skólasvæði.

 

Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps,

Óskar Örn Gunnarsson

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón