A A A

Skóla- og foreldraráð Tálknafjarðarskóla

Skóla- og foreldraráð er starfandi við skólann og er sameinað ráð fyrir leik- og grunnskólastarf. Ráðið hittist annan hvern mánuð og fundar um fyrirfram ákveðin málefni.
Skólaráð er samráðsvettvangur skólasamfélagsins og skólastjóra um skólahaldið. Hlutverk þess er að skapa lýðræðislegan vettvang þar sem raddir allra fulltrúa skólasamfélagsins eiga að heyrast. Þar deila fulltrúarnir upplýsingum og skiptast á skoðunum með það að markmiði að komast að sameiginlegri niðurstöðu um málefni sem varða stefnu skólans og sérkenni hans. Með þessu móti er stuðlað að sameiginlegu eignarhaldi á skólastarfinu. Endanleg ákvörðun er þó ávallt í höndum skólastjóra.

Skóla- og foreldraráð Tálknafjarðarskóla er með sér netfang þar sem hægt er að senda ráðinu ábendingar varðandi skólahaldið.
Netfangið er: skolarad@talknafjardarskoli.is Nánari upplýsingar um ráðið og hverjir starfa í því má finna á heimasíðu skólans: https://talknafjardarskoli.is/?page_id=2088

 

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón