A A A

Stóri plokkdagurinn 2020

Stóri plokkdagurinn var dagsettur 25. apríl en vegna ástandsins í samfélaginu ákváðum við í skólanum að fresta deginum.  Á þessum degi eru allir hvattir til þess að fara út og plokka eða týna rusl í sínu nærumhverfi. Það er hópurinn Plokk á Íslandi sem stendur fyrir deginum.
 

Grænfánanefnd Tálknafjarðarskóla bauð íbúum á Tálknafirði að þátt í þessu verkefni laugardaginn 16. maí síðastliðinn og var vel mætt. Kristinn Hilmar Marinósson kom færandi hendi með fjölnota poka til að týna í og vigtaði síðan allt það rusl sem var týnt. Alls vó það 637 kíló ! Vel gert ! Í lokin var boðið upp á kræsingar sem var vel þegið eftir góðan dag í plokki.
 

Takk allir sem komu og tóku þátt í þessu með okkur.  Við látum myndirnar tala.
talknafjardarskoli.is

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón