Tillaga að breytingu á starfsleyfi Arnarlax í Patreks- og Tálknafirði
Umhverfisstofnun hefur unnið tillög að breytingu á starfsleyfi Arnarlax ehf. í Patreks- og Tálknafirði.
Breytingin felur í sér breytingu á eldiðssvæðum ásamt breytingu á hvíldartíma. Tillagan gerir ráð fyrir að svæðið Hlaðseyri verði lagt af og nýtt svæði komi inn sem kallast Vatneyri. Tillagan gerir einnig ráð fyrir að hvíldartími breytist úr 6 mánuðum í 90 daga.
Skipulagsstofnun birti ákvörðun um matsskyldu vegna breytingarinnar þann 8. nóvember 2021 þar sem niðurstaðan var að breytingarnar þyrftu ekki í mat. Niðurstaðan var að með hliðsjón af eðli þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru frá núgildandi leyfum og að teknu tilliti til fyrirliggjandi gagna, þ.m.t. þeirra umsagna sem bárust, telur Skipulagsstofnun ólíklegt að breyting á hvíldartíma og staðsetningu eldissvæða komi til með að að auka hættu á slysasleppingum eða auka álag á villta laxfiska vegna laxalúsar eða sjúkdóma miðað við það sem gert var ráð fyrir í matsferli en Skipulagsstofnun leggur áherslu á áframhaldandi vöktun laxfiska í Patrekfirði. Þá telur stofnunin að áhrif á aðra umhverfisþætti, s.s. siglingar, fugla og ásýnd, verði minniháttar en lögð er áhersla á skýrar merkingar eldiskvía og að í starfsleyfi verði kveðið á um vöktun á fuglalífi á eldissvæðinu við Vatneyri. Við færslu og stækkun á eldissvæðum munu áhrif á landslag og ásýnd færast til en verða sambærileg því sem áður var.
Umhverfisstofnun tekur undir álit Skipulagsstofnunar og bendir á að í tillögu að starfsleyfi stofnunarinnar fyrir starfseminni eru ákvæði þess efnis að stofnunin geti einhliða frestað útsetningu seiða, bendi niðurstöður vöktunar til þess að umhverfisaðstæður séu óhagstæðar á eldissvæði og það þarfnist frekari hvíldar. Gerð er krafa um vöktun svæða í starfsleyfi sem útfærð eru í vöktunaráætlun rekstaraðila sem fylgir auglýsingu.
Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merkt UST202105-075. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 19. maí 2022. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.
Tengd skjöl
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir