A A A

Tilnefningar til Eyrarrósarinnar

Frá viðburði í Sjóræningjahúsinu á Vatneyri við Patreksfjörð.
Frá viðburði í Sjóræningjahúsinu á Vatneyri við Patreksfjörð.

Safnasafnið á Svalbarðseyri, Sjóræningjahúsið við Patreksfjörð og tónlistarhátíðin Við Djúpið á Ísafirði hljóta tilnefningu til Eyrarrósarinnar í ár.
 

Eyrarrósin, er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, og verður veitt í áttunda sinn á Bessastöðum þann 18. febrúar næstkomandi. Markmið verðlaunanna er að efla fagmennsku og færni við skipulagningu menningarlífs og listviðburða á landsbyggðinni og skapa sókarfræir á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu.
 

Meðal verkefna sem hlotið hafa Eyrarrósina á undanförnum árum eru: Sumartónleikar í Skálholtskirkju, tónlistarhátíðin Bræðslan, Landnámssetrið í Borgarfirði og LungA, listahátíð ungs fólks á Austurlandi. 

Frétt tekin af: ruv.is

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Næstu atburðir
Vefumsjón