A A A

Auglýsing um losun garðaúrgangs

Breyting á losun garðaúrgangs

Greinar og trjáafklippur á að fara með í gerðið uppi við þurrkhjallinn á efri brekkunni. Eingöngu má losa inni í gerðinu greinar og trjáafklippur en engu öðru má henda þar.

Heimilt er að losa gras á sama stað og verið hefur neðan við geymslusvæðið.

Öll losun er bönnuð á geymslusvæðinu í Hrafnadal og þar verður lokað fyrir umferð annarra en þeirra sem þar leigja geymslusvæði.

Allur úrgangur, allt timbur, húsgögn og aðrir munir eiga að fara á gámavöllinn til förgunar.

Íbúar eru beðnir um að virða þessi fyrirmæli um losun á sorpi. Gríðarlegur kostnaður fylgir því að losna við þann ruslahaug sem hefur safnast upp og nauðsynlegt að vinna að því sem fyrst. Því er brýnt að ekki bætist við hauginn og að íbúar virði reglur um losun á sorpi.

Niður­stöður kosn­inga í heima­stjórnir

Samhliða því sem kosið var til sveit­ar­stjórnar, voru kosnir full­trúar í fjórar heima­stjórnir, þ.e. fyrir Patreks­fjörð, Tálkna­fjörð, Arnar­fjörð og fyrrum Barða­strand­ar­hrepps og Rauðasands­hrepps, tveir aðal­menn og tveir vara­menn. Niður­stöður kosn­inga til heima­stjórna voru:

 

Heimastjórn Patreksfjarðar:

Aðalmenn voru kjörin:

Rebekka Hilmarsdóttir, 95 atkvæði

Gunnar Sean Eggertsson, 50 atkvæði

 

Varamenn voru kjörnir:

Sigurjón Páll Hauksson, 16 atkvæði

Sveinn Jóhann Þórðarson, 9 atkvæði

 

Á kjörskrá á Patreksfirði voru 564. Atkvæði greiddu 232.

 

Heimastjórn Tálknafjarðar:

Aðalmenn voru kjörnir:

Þór Magnússon, 48 atkvæði

Jónas Snæbjörnsson, 33 atkvæði

 

Varamenn voru kjörnir:

Jón Aron Benediktsson, 12 atkvæði

Trausti Jón Þór Gíslason, 4 atkvæði

 

Á kjörskrá á Tálknafirði voru 197. Atkvæði greiddu 134.

 

Heimastjórn Arnarfjarðar:

Aðalmenn voru kjörnir:

Rúnar Örn Gíslason, 31 atkvæði

Valdimar B. Ottósson, 12 atkvæði

 

Varamenn voru kjörnir:

Jón Þórðarson, 10 atkvæði

Matthías Karl Guðmundsson, 5 atkvæði

 

Á kjörskrá í Arnarfirði voru 190. Atkvæði greiddu 107.

 

Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasands­hrepps:

Aðalmenn voru kjörnar:

Elín Eyjólfsdóttir, 15 atkvæði
Edda Kristín Eiríksdóttir, 10 atkvæði

 

Varamenn voru kjörnir:

Þórður Sveinsson, 7 atkvæði
Ástþór Skúlason, 5 atkvæði

 

Á kjörskrá í fyrrum Barðastrandarhreppi og Rauðasands­hreppi voru 72. Atkvæði greiddu 49.

 

 

 


Úrslit sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga í Sameinuðu sveit­ar­fé­lagi Tálkna­fjarð­ar­hrepps og Vest­ur­byggðar 2024

Úrslit sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga liggja fyrir í Sameinuðu sveitarfélagi Tálknafjarðarhrepps og Vest­ur­byggðar.  Á kjör­skrá voru 1001. Talin voru 665 atkvæði.

 

Niðurstaðan er á þessa leið:

D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra hlaut 268 atkvæði
N-listi Nýrrar sýnar hlaut 377 atkvæði

Auðir seðlar eða ógildir voru 20.

Kjörsókn var 66,43%

D-listi fær 3 menn

N-listi fær 4 menn

 

Kjörin voru í bæjarstjórn:

Páll Vilhjálmsson (N)

Friðbjörg Matthíasdóttir (D)

Jenný Lára Magnadóttir (N)

Maggý Hjördís Keransdóttir (D)

Gunnþórunn Bender (N)

Tryggvi B. Bjarnason (N)

Jóhann Örn Hreiðarsson (D)

 

 

Framboðslistar:

 

D-listi Sjálfstæðisflokksins og óháðra

Friðbjörg Matthíasdóttir, kt. 060269-4329, Sæbakka 2, Bíldudal, framkvæmdastjóri

Maggý Hjördís Keransdóttir, 070492-2889, Brunnum 20, Patreksfirði, leiðbeinandi

Jóhann Örn Hreiðarsson, kt. 120464-5239, Strandgötu 30, Tálknafirði, verkefnastjóri í eldhúsi

Freyja Ragnarsdóttir Pedersen, kt. 110798-2619, Dalbraut 15, Bíldudal, náttúru- og umhverfisfræðingur

Ólafur Byron Kristjánsson, 160984-3339, Hjöllum 21, Patreksfirði, vélfræðingur

Petrína Sigrún Helgadóttir, 100388-2439, Brunnum 18, Patreksfirði, afgreiðslustjóri

Valdimar Bernódus Ottósson, 080777-3619, Dalbraut 12, Bíldudal, framleiðslu samhæfingarstjóri

Matthías Ágústsson, kt. 050567-4279, Aðalstræti 6, Patreksfirði, skipstjóri

Guðmundur Björn Þórsson, kt. 170485-2389, Móatúni 17, Tálknafirði, verkamaður

Joanna Kosuch, kt. 110982-2249, Brunnum 13, Patreksfirði, afgreiðslustarfsmaður

Jónína Helga Sigurðardóttir, kt. 271287-2679, Mýrum 5, Patreksfirði, kennari

Guðlaug Sigurrós Björnsdóttir, kt. 030960-5999, Móatúni 17, Tálknafirði, bókasafnsvörður

Nanna Áslaug Jónsdóttir, kt. 270460-3569, Efri-Rauðsdal, Patreksfirði, bóndi.

Ólafur Steingrímsson, kt. 260250-2489, Urðargötu 22, Patreksfirði, sjómaður

 

N-listi Nýrrar sýnar

Páll Vilhjálmsson, kt. 250684-2319, Brunnum 4, Patreksfirði, hafnarvörður Patrekshöfn

Jenný Lára Magnadóttir, kt. 091082-5519, Miðtúni 3, Tálknafirði, matráður Tálknafjarðarskóla

Gunnþórunn Bender, 220580-5479, Aðalstræti 119, Patreksfirði, framkvæmdastjóri

Tryggvi B. Bjarnason, kt. 010166-3739, Gilsbakka 3, Bíldudal, verksmiðjustjóri

Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, 101281-5239, Aðalstræti 10, Patreksfirði, verkefnastjóri

Jón Árnason, 160670-4529, Aðalstræti 83, Patreksfirði, skipstjóri

Jónas Snæbjörnsson, kt. 030484-2319, Túngötu 28, Tálknafirði, fóðurstjóri

Klara Berglind Húnfjörð Hjálmarsdóttir, kt. 040979-5149, Eyri við Dalbraut, Bíldudal, grunnskólakennari

Friðbjörn Steinar Ottósson, 250287-2329, Aðalstræti 129, Patreksfirði, upplýsingateymisstjóri

Sandra Líf Pálsdóttir, kt. 090497-2279, Brjánslækur 3, Barðaströnd, fæðingarorlof

Einar Helgason, 141270-5329, Urðargötu 26, Patreksfirði, sjómaður

Steinunn Sigmundsdóttir, 240185-4239, Hjöllum 7, Patreksfirði, fasteignasali

Hlynur Freyr Halldórsson, kt. 081194-2549, Brunnar 10, Patreksfirði, skipstjóri

Kristín Magnúsdóttir, kt. 101152-3249, Túngötu 42 b, Tálknafirði, eldri borgari


Kosningar til bæjarstjórnar og í heimastjórnir

Laug­ar­daginn 4. maí 2024 verður kosið annars vegar til sveit­ar­stjórnar Sameinaðs sveit­ar­fé­lags Tálkna­fjarð­ar­hrepps og Vest­ur­byggðar og hins vegar til heima­stjórna.


 


Nánari upplýsingar um kosningarnar má fá hér í þessari frétt.

...
Meira

Sameig­in­legir fram­boðs­fundir

Sameig­in­legir fram­boðs­fundir vegna sveit­ar­stjórna­kosn­inga í sameinuðu sveit­ar­fé­lagi Tálkna­fjarð­ar­hrepps og Vest­ur­byggðar verða hald­inir sem hér segir:

Fimmtudaginn 2. maí nk.

Baldurshagi Bíldudal klukkan 17:00

Félagsheimili Patreksfjarðar klukkan 20:00

 

Föstudaginn 3. maí nk.:

Hópið Tálknafirði klukkan 17:00

 

Öll velkomin

Tálknafjarðarskóli auglýsir lausar stöður við skólann

Skólinn er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 30 nemendur. Í skólanum fer fram öflugt og framsækið skólastarf þar sem lögð er áhersla á að koma til móts við hvern og einn nemanda. Skólinn er öflugur grænfánaskóli, heilsueflandi skóli og UNESCO skóli.  


Tálknafjörður er afar fallegur fjörður sem þekktur er fyrir einstaka veðurblíðu. Íbúarnir eru miklir íþróttaálfar og státar þorpið af glæsilegri íþróttamiðstöð með tækjasal, 25m sundlaug og fjöldann allan af skipulögðum íþróttatímum. Atvinnulíf er með miklum blóma og uppbygging fiskeldis og ferðaþjónustu á svæðinu býður upp á mikil tækifæri. 


Tálknafjarðarskóli leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi starfsmönnum með mikla þekkingu og áhuga á skólastarfi. Í Tálknafjarðarskóla eru lausar til umsóknar eftirfarandi stöður: 


Leikskólastig: 

Ein staða deildarstjóra leikskóla (100% starfshlutfall)  

Menntunar- og hæfniskröfur: 

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í leikskóla 

  • Reynsla af kennslu á leikskólastigi 

  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði 

  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum 

  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum 

  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð 

  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun 

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum 

  

Leik- og grunnskólastig: 

Íþróttakennari (50% starfshlutfall, með möguleika á hærra hlutfalli með annarri kennslu) 

Menntunar- og hæfniskröfur: 

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla 

  • Reynsla af kennslu í skólaíþróttum á grunnskólastigi 

  • Færni í að vinna í teymi og að fjölbreyttum verkefnum 

  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum 

  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð 

  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun 

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum 

  

Grunnskólastig: 

Tvær stöður umsjónarkennara á mið- og elsta stigi grunnskóla (100% starfshlutfall) 

Stundakennari í stærðfræði/raungreinum 

Stundakennari í list- og verkgreinum 

  

Menntunar- og hæfniskröfur: 

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla 

  • Reynsla af kennslu á grunnskólastigi 

  • Færni í að vinna í teymi og að fjölbreyttum verkefnum 

  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum 

  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð 

  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun 

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum 

  

Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá. 


Umsókn um starf skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi ef við á, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila.  

Umsókn sendist á skolastjori@talknafjordur.is. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. 

  

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Fáist ekki menntaður kennara í stöðu sem auglýst er, er heimilt að ráða annan í stöðuna og ræður hæfni umsækjanda þar um. Önnur uppeldismenntun og/eða reynsla er þá metin. Ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst 2024. 


Nánari upplýsingar um starfið veitir Birna Friðbjört S. Hannesdóttir, skólastjóri, í síma 450-2520, netfang: skolastjori@talknafjordur.is  


Umsóknarfrestur er til og með 14.05 2024 

Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón