A A A

Ný bókhaldsstofa á Patreksfirði

Bókhaldsstofan Stapar ehf. tekur til starfa innan fárra daga á Patreksfirði. Eigendur eru Hrönn Árnadóttir og BB Endurskoðun ehf.

...
Meira

Stöndum saman í baráttu gegn einelti

8. nóvember verður opnuð heimasíðan www.gegneinelti.is
8. nóvember verður opnuð heimasíðan www.gegneinelti.is

Verkefnisstjórn aðgerða gegn einelti hefur ákveðið að standa að sérstökum degi gegn einelti 8. nóvember 2011. Verkefnisstjórnin samanstendur af fulltrúum fjármálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis og var hún skipuð í kjölfarið á útgáfu Greinargerðar um mögulegar aðgerðir gegn einelti í skólum og á vinnustöðum sem kom út í júní 2010.

...
Meira

Sigríður Inga áfram dýralæknir

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir verður áfram með dýralæknaþjónustu á Vestfjörðum.
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir verður áfram með dýralæknaþjónustu á Vestfjörðum.

Gengið hefur verið frá samningi við Sigríði Ingu Sigurjónsdóttur, dýralæknir á Ísafirði, um áframhaldandi þjónustu við dýraeigendur á Vestfjörðum. Að sögn Sigríðar Ingu felast þónokkrar breytingar í samningnum fyrir dýralæknana sjálfa. „Nú erum við verktakar en ekki lengur opinberir starfsmenn og það er heilmikil breyting fyrir okkur. Dýraeigendur eiga þó lítið eftir að finna fyrir þessum breytingum,“ segir hún.

...
Meira

Konur í kreppu?

Samantekt á opinberum tölulegum gögnum á áhrifum efnahagshrunsins á velferð kvenna.


Skýrslan var unnin fyrir stýrihóp velferðarvaktarinnar sem skipaður er af velferðarráðherra. Skýrsluhöfundar eru Eva Bjarnadóttir og Eygló Árnadóttir.

...
Meira

Hugleiðingar um menningu launaleyndar

Hugrún R. Hjaltadóttir
Hugrún R. Hjaltadóttir
1 af 2

- Grein eftir Hugrúnu R. Hjaltadóttur

Á Jafnréttisstofu fáum við símtöl frá konum sem uppgötva að eftir áralangt starf hjá vinnuveitanda hefur karl á næstu skrifstofu allt að helmingi hærri laun en þær, fyrir sama starf. Baráttan fyrir sömu launum fyrir sama starf hefur staðið í yfir 100 ár og undanfarna áratugi hefur árangurinn látið bíða eftir sér. Lög um sömu laun fyrir sömu störf voru samþykkt á Alþingi 1961 og þá var talið að það yrði frekar létt verk að jafna launin. Í dag vitum við betur.

...
Meira

Bind miklar vonir við laxeldi á Vestfjörðum

Fjarðarlax, sjókvíar í Arnarfirði
Fjarðarlax, sjókvíar í Arnarfirði
1 af 2

- segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, um starfsemi Fjarðalax sem skapar um 15 ný störf á svæðinu


Fyrstu kynslóð laxeldisstöðvarinnar Fjarðalax ehf. verður slátrað á Patreksfirði innan skamms en fyrirtækið er með um 600 þúsund laxa í sjókvíum í Tálknafirði og Arnarfirði. Þar með verða til um 15 ný framtíðarstörf á sunnanverðum Vestfjörðum sem auglýst voru á dögunum og margir hafa sýnt áhuga. “Ég bind miklar vonir við laxeldi á Vestfjörðum sem mun skapa fjölmörg sérhæfð störf á svæðinu”, segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar.

...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón