A A A

Starfsmaður í félagsmiðstöðinni Tunglinu

Tálknafjarðarhreppur auglýsir eftir starfsmanni í félagsmiðstöðina Tunglið á Tálknafirði.
 

Starfið felst í að aðstoða við skipulag á innra starfi Tunglsins. Einnig sér starfsmaður um þrif á félagsmiðstöðinni. Félagsmiðstöðin er opin tvö kvöld í viku í tvo tíma í senn og er starfið ætlað fyrir unglinga úr 7.-10. bekk.
 

Félagsmiðstöðvar á sunnanverðum Vestfjörðum starfa náið saman og sameiginlegir viðburðir eru haldnir einu sinni í mánuði.


Hæfniskröfur

  • Viðkomandi þarf að hafa náð 20 ára aldri

  • Reynsla í vinnu með unglingum æskileg

  • Sjálfstæð vinnubrögð, stundvísi og jákvætt viðmót skilyrði

  • Áhuga fyrir að efla unglingastarf á svæðinu æskilegur

 

Laun og starfskjör eru í samræmi við kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttafélags. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá. Tálknafjarðarhreppur áskilur sér rétt til að hafa öllum umsóknum.
 

Frekari upplýsingar veitir Hafdís Helga Bjarnadóttir, tómstundafulltrúi í gegnum netfangið it@vesturbyggd.is.
 

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með föstudgsins 12. janúar 2024 og umsóknareyðublað er að finna á talknafjordur.is.

 

Umsóknir skulu berast á netfangið it@vesturbyggd.is

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón