A A A

Hátíðir

Tálknafjör er bæjarhátíð Tálknfirðinga sem haldin var í fyrsta sinn í ágúst 2006. Þá opnuðu Tálknfirðingar dyr sínar fyrir gesti og gangandi, frítt var í sund, tilboð á súpu og ýmislegt gert sér til gamans. 
 
Sjómannadagurinn á Patreksfirði hefur þróast í fjögurra daga hátíð sem endar fyrsta sunnudaginn í júní, þ.e. á sjómanndaginn. Mikill fjöldi gesta kemur til Patreksfjarðar yfir hátíðisdagana og margfaldast íbúafjöldinn í bænum þessa helgi. Haldin er dorgveiðikeppni, kappróðrarkeppni, listsýningar og tónleikar þar sem fram koma mörg þekkt nöfn. Á sjómannadagsballið sjálft er ávallt fengin ein af vinsælustu danshljómsveitum landsins til að spila fyrir dansi. 

Bíldudals grænar baunir er menningarhátíð sem haldin er annað hvert ár á Bíldudal. Þá skartar bærinn sýnu fegursta, ýmsir listamenn stíga á stokk, haldnar eru sýningar, boðið upp á spennandi rétti úr því gæðahráefni sem sótt er í fjörðinn o.fl.

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón