A A A

Minjasafn Egils Ólafssonar er til húsa að Hnjóti í Örlygshöfn, við Örlygshafnarveg nr. 612, á leiðinni út á Látrabjarg. 

Safnið er opið alla daga frá 1. maí - 30. september frá kl.10-18.
Hægt er að hafa samband ef áhugi er að heimsækja safnið utan fasts opnunartíma. 



Á Minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti í Örlygshöfn er einstætt safn merkilegra muna frá sunnanverðum Vestfjörðum sem segja sögu sjósóknar, landbúnaðar og daglegs lífs. Þessir munir veita góða innsýn í lífsbaráttu fólks og þá útsjónarsemi og sjálfsbjargarviðleitni sem það varð að beita til að komast af við erfiðar aðstæður. Á safninu er að finna marga áhugaverða muni, þar á meðal hattinn hans Gísla á Uppsölum og muni sem tengjast björgunarafrekinu við Látrabjarg árið 1947.  

Minjasafn Egils Ólafssonar var stofnað 22. júní 1983 þegar Egill Ólafsson og kona hans Ragnheiður Magnúsdóttir ábúendur á Hnjóti gáfu Vestur-Barðastrandarsýslu safnið. Egill byrjaði ungur að safna munum sem tengjast sögu svæðisins og hélt því áfram til dauðadags.   

Á safninu er björt og heimilisleg kaffitería þar sem tilvalið er að stoppa og fá sér kaffi og með því á leiðinni út á Látrabjarg. Þar er einnig vísir að upplýsingamiðstöð. 


www.hnjotur.is
www.facebook.com/hnjotur

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón