A A A

Markverðir staðir

Velkomin til Tálknafjarðar.

 

Tálknafjörður er næstsyðsti fjörður á Vestfjörðum, liggur milli Patreksfjarðar að sunnan og Arnarfjarðar að norðan.  Um landnám Tálknafjarðar segir svo í Landnámu:  “Þorbjörn tálkni og Þorbjörn skúmi synir Böðvars blöðruskalla, komu út með Örlygi.  Þeir námu Patreksfjörð hálfan og Tálknafjörð allan til Kópaness.” Munnmælasögur herma að Þorbjörn tálkni hafi búið á Kvígindisfelli utarlega í firðinum og reist þar bæ sinn en engar heimildir eru fyrir því í rituðu máli.  Kópanes er ysta nesið á fjallaskaganum milli Tálknafjarðar og Arnarfjarðar og eru illfærar og brattar skriðuhlíðar inn með firðinum skornar af djúpum og gróðursælum dölum en þegar kemur lengra inn í fjörðinn eykst gróðurinn og undirlendið. 

Þorpið Tálknafjörður
Stóri-Laugardalur að Stapa
Stapavík, Krossadalur og úteftir
Tálknafjörður innan þorpsins
Sunnanverður Tálknafjörður

Tálknafjörður er miðsvæðis á sunnanverðum Vestfjörðum, aðeins tæpan klukkustundarakstur frá Brjánslæk þar sem Breiðafjarðarferjan Baldur leggst að bryggju.  Frá Tálknafirði er stutt yfir á Patreksfjörð og Bíldudal, rétt um klukkustundarakstur út á Látrabjarg og á Rauðasand og klukkustundar akstur út í Selárdal í Arnarfirði.  Það er því tilvalið að hafa Tálknafjörð sem bækistöð, dvelja þar í nokkra daga og gefa sér góðan tíma til að kanna umhverfið.  Á sunnanverðum Vestfjörðum er fallegt landslag, merkilegir sögustaðir og veðursæld, ferðafólk verður ekki fyrir vonbrigðum að sækja þetta svæði heim og eiga þar góðar stundir.

 

Tekið saman í janúar 2007.

Lilja Magnúsdóttir, leiðsögumaður.

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón