Atvinnulífið
Meginuppistaðan í atvinnulífinu á Tálknafirði hefur verið fiskvinnsla og er enn. Mikill fjöldi smábáta kemur til Tálknafjarðar á hverju sumri. Fjölbreytnin í atvinnulífinu er þó stöðugt að aukast og er mestur vöxtur í ferðamannaiðnaðinum. Tálknafjörður er þátttakandi í Fjord Fishing verkefninu sem notið hefur mikilla vinsælda. Auk þess eru á staðnum öflug trésmiðja og bleikjueldi.
Hér er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir atvinnulífið.