A A A

Þjónusta við aldraða

Stuðlað skal að því að aldraðir geti búið við eðlilegt heimilislíf í umgengni við aðra svo lengi sem verða má. Jafnframt verði tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf. 

 

Sveitarstjórn skal sjá um að félagsþjónusta aldraðra sé fyrir hendi í sveitarfélaginu eftir þörfum. Hér er m.a. átt við heimaþjónustu, félagsráðgjöf og heimsendingu matar. Jafnframt skal tryggja öldruðum aðgang að félags- og tómstundastarfi við þeirra hæfi. Aldraðir eiga rétt á almennri þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum þessum en að öðru leyti fer um málefni þeirra eftir lögum um málefni aldraðra.Félagsmálaráð fer með málefni félagsþjónustu fyrir aldraða í umboði Tálknafjarðarhrepps.     

Félags- og tómstundastarf

Markmið starfsins er að koma í veg fyrir félagslega einangrun eldra fólks og finna þekkingu, reynslu og hæfileikum þátttakenda farveg. Að Móbergi fer fram fjölbreytt starf m.a. listsköpun, handmennt, spilamennska og fleira auk þess sem mjög fjölbreytt félagsstarf er rekið á vegum félags eldri borgara í Vestur-Barðastrandasýslu. Þar má nefna heilsurækt, samkomur og ferðalög. 

Frítt er fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja í alla þjónustu Íþróttahúss Tálknafjarðarhrepps.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón