A A A

Þjónusta við fatlaða

Sveitarfélagið skal vinna að því að fötluðum, hvort sem heldur er af líkamlegum eða andlegum ástæðum, séu tryggð sambærileg lífskjör og jafnrétti á við aðra þjóðfélagsþegna. Jafnframt skulu fötluðum sköpuð skilyrði til að lifa sem eðlilegustu lífi miðað við getu hvers og eins. Fatlaðir eiga rétt á almennri þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og skal þeim veitt þjónusta á almennum stofnunum eftir því sem unnt er og við á. Að öðru leyti fer um málefni þeirra eftir lögum um málefni fatlaðra.


Eru Vestfirðir fyrir alla? 

Skýrsla um aðgengismál útgefin af Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Vestfjörðum.

 

Árið 2009 ákvað Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vestfjörðum að ráðast í það verkefni að kanna aðgengi fyrir fatlaða á helstu þjónustustöðum í sveitarfélögunum. Var farið í allflestar þjónustustofnanir á Vestfjörðum á tímabilinu desember 2009 til ágúst 2010 og athugað var aðgengi að þessum stöðum í grófum dráttum.  

Skýrsluna má nálgast hér. - (pdf - 10,66 MB)


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón