Gönguleiðir
Mikið er um fallegar gönguleiðir í Tálknafirði og nágrenni. Á svæðinu eru miklar náttúruperlur og bæði ósnortin náttúra og dalir þar sem hver þúfa á sér merka sögu. Aðgengi að gönguleiðum er gott og ætti hver að geta fundið göngu við sitt hæfi.
Hægt er að sjá bráðabirgðakort af gönguleiðum hér
Gönguleiðir í Barðastrandarhreppi
bardastrandarhreppur.net er vefur til að vekja athygli á gamla Barðastrandarhreppi sem stað til að dvelja á og njóta þess sem hann hefur upp á að bjóða. Í gegnum tíðina hefur Barðastrandarhreppur verið gegnumstreymisstaður sem fólk á gjarnan leið um á leið sinni annað. Í Hagavaðli, sem þá hét Vaðall, var hafskipahöfn framan af öldum og ferðir fólks lágu til allra átta þaðan og liggja enn. Heimildir vitna um báta sem hafðir voru uppi á Barðaströnd sem fluttu fólk yfir Breiðafjörðinn og víðar. Alfaraleiðirnar liggja ekki síður um láð en land.