A A A

120 sementsflutningabílar vegna uppbyggingar fiskeldis á Tálknafirði

Guðmundur Hilmarsson við sementsflutningabílinn. Mynd: Skessuhorn.
Guðmundur Hilmarsson við sementsflutningabílinn. Mynd: Skessuhorn.

Geysimiklar framkvæmdir eru í uppbyggingu fiskeldis og annars iðnaðar á sunnanverðum Vestfjörðum. Aalborg Portland sinnir þangað miklum sementsflutningum frá Helguvík. Það var einmitt Guðmundur Hilmarsson sem ók fyrsta flutningabílnum um borð í nýja Baldur í áætlunarferð yfir Breiðafjörðinn þegar skipið fór sína fyrstu ferð í liðinni viku. Guðmundur er bílstjóri hjá sementsinnflutningsfyrirækinu Aalborg Portland. Hann kveðst í samtali við blaðamann Skessuhorns aka sementi á einum af fjórum bílum fyrirtækisins um land allt frá birgðastöðinni í Helguvík. Það var á sinn hátt táknrænt fyrir bjartsýnina sem fylgir hinu nýja skipi að það skyldi einmitt vera bíll með byggingarefni sem ók fyrstur um borð með farm inn á rúmgott bílaþilfar nýja Baldurs.  „Ég fer með þetta til steypustöðvarinnar á Bíldudal. Þeir eru nú að fara að framleiða tólf þúsund rúmmetra af steinsteypu í mannvirki tengdum fiskeldinu og vinnslu við það á Tálknafirði. Við erum með 32 tonn af sementi í hverri ferð á þessum bílum. Það er efni í hundrað rúmmetra af steinsteypu. Þannig að þú sérð að við munum fara 120 ferðir keyrandi með sement vestur, bara til að anna þessu verkefni þarna á Tálknafirði,“ sagði Guðmundur.

Frétt tekin af: skessuhorn.is

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón