A A A

1. sæti í Landsbyggðavinaverkefninu-Framtíðin er núna

Gaman er að segja frá því að verkefnið Hjólabrettapallur á Tálknafirði hlaut 1. verðlaunasætið ásamt verkefninu Hamingjudögum á Hólmavík í Landsbyggðavinaverkefninu – Framtíðin er núna. Að verkefninu standa nemendur úr 9. og 10. bekk skólans þær; Aníta Steinarsdóttir, Halldóra Aðalsteinsdóttir, Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir og Þórunn María Jörgensdóttir. 
 

Hjartanlega til hamingju með frábært verkefni !
 

Verðlaunaafhending fer fram í Norræna húsinu sunnudaginn 26. maí næstkomandi.
 

Skemmst er frá að segja að bæði verkefnið Hjólabrettapallur á Tálknafirði og verkefnið Jörðmynd sem tók einnig þátt í keppninni hafa sent inn erindi til sveitarstjórnar til þess að óska eftir aðstoð við að hrinda verkefninu í framkvæmd. Erindi beggja hópanna verður tekið til umræðu á næsta sveitarstjórnarfundi Tálknafjarðarhrepps sem haldinn verður þann 27. júní næstkomandi. Það verður því spennandi að fylgjast með framhaldinu.
 

Þátttaka í þessu verkefni er liður í að rækta markvisst þekkingu, leikni og viðhorf sem styrkir getu einstaklinga í framtíðinni til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi. Lýðræði er einn af þeim grunnþáttum sem mynda kjarna menntastefnu landsins.

Tekið af vef Tálknafjarðarskóla.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón