AUGLÝSING um starf á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps
Auglýst er laust til umsóknar starf móttökufulltrúa Tálknafjarðarhrepps
Starf móttökufulltrúa fellur undir stjórnsýslu og rekstrarmálefni Tálknafjarðarhrepps og heyrir undir sveitarstjóra. Vinnutími er frá kl.10.00 til kl.14.00 virka daga.
Helstu verkefni eru:
Móttaka þeirra sem eiga erindi á sveitarskrifstofuna, símsvörun, umsjón, flokkun og skráning skjala í tölvukerfi hreppsins, hverskonar opinber skráning, innkaup rekstrarvöru fyrir sveitarskrifstofuna, umsjón og bókun fundarsalar, aðstoð við formenn nefnda vegna funda, umsjón með fundargerðarbókum nefnda, ráða og stjórna. Önnur almenn verkefni á skrifstofu samkvæmt nánari fyrirmælum sveitarstjóra.
Hæfniskröfur
• Haldgóð þekking á Word og Excel er nauðsynleg.
• Þjónustulund, þolinmæði, rík ábyrgðarkennd og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Starfið er veitt frá 4. janúar n.k. eða eftir nánara samkomulagi. Launakjör eru samkvæm samningum sveitarfélaga við Starfsmannafélag FosVest
Allar upplýsingar um starfið veitir sveitarstjóri sveitarstjori@talknafjordur.is í síma 456-2539
Umsóknir skal senda til sveitarstjórans á Tálknafirði, Miðtúni 1, 460 Tálknafjörður eða í netfangið sveitarstjori@talknafjordur.is
Tálknafjörður 10.12.2015
Indriði Indriðason, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir