A A A

Aðalskipulag Tálknafjarðarhrepps 2019-2035

Í samræmi við 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með kynnt vinnslutillaga að nýju aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2019-2035.
 

Vinnslugögnin eru hér á heimasíðu sveitarfélagsins undir flipanum skipulagsmál en gögnin samanstanda af greinagerð og umhverfismatsskýrslu, sveitarfélagsuppdrætti og þéttbýlisuppdrætti. Hægt er að kynna sér skipulagsgögnin undir eftirfarandi slóð: https://storymaps.arcgis.com/stories/e964eda14ee94147a19de2e13365b420
 

Þeir sem vilja koma með ábendingar eða athugasemdir við vinnslugögn/vinnslutillögu geta skilað þeim á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is fyrir lok dags 5. maí 2023.
 

Endanleg tillaga verður kynnt almenningi með formlegum hætti og auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 síðar á árinu þar sem öllum gefst aftur tækifæri á að koma með athugasemdir.
 

 Sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón