A A A

Aðalskipulag Tálknafjarðarhrepps 2019-2039, niðurstaða sveitarstjórnar

Sveitar­stjórn Tálknafjarðarhrepps hefur þann 23. apríl 2024 samþykkt Aðal­skipulag Tálknafjarðarhrepps 2019-2039 í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og 16. gr. laga um umhverf­ismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

 

Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 10. apríl 2024. Þrjár athugasemdir/umsagnir bárust á auglýsingatíma. Sveitarstjórn hefur afgreitt athugasemdirnar og sent þeim sem gerðu athugasemdir umsögn sína. Athugasemdirnar gáfu tilefni til breytinga á tillöguninni er varða m.a. eftirtalin atriði:

 

Afmörkun kirkjugarðs við Tálknafjarðarkirkju og skipulagsgögn lagfærð m.t.t. afgreiðslubréfs Skipulagsstofnunar.

 

Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins. Við gildistöku þess fellur eldra skipulag úr gildi.

 

Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála skv. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt aðalskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. 

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón