A A A

Áfram Ég - Sex lyklar að velgengni

1 af 2

Námskeiðið miðar að því að gera þátttakendur hæfari í að koma sér á framfæri og greina stöðu sína sem einstaklinga og gera þeim kleift að tileinka sér ákveðna hugsun, hegðun og leiðir til að efla sig sem persónur. Áfram Ég!

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að styrkja þátttakendur í sex lykilskrefum á leið þeirra til aukinnar velgengni í lífinu.

1. Samskipti. Í samskiptum er sjálfsmeðvitund mikilvæg, að gefa sér tíma, hlusta, hrósa og gagnrýna á uppbyggilegan hátt og semja þannig að allir gangi sáttir frá borði. Unnið með: Samskiptaform, samningatækni, áhrif og mikilvægi hegðunar í samskiptum.

2. Markmiðasetning. Til að ná árangri þarf að skipuleggja sig og setja sér markmið. Hvernig geri ég betur? Unnið með: DUMB aðferðafræðina, 80/20% regluna, tímastjórnun, aga og vilja. Leiðin út úr fullkomnunaráráttunni.

3. Sjálfsefling. Ferðalag með fyrirheit þar sem vilji og agi kallast á og skila þér á áfangastað. Unnið með: Styrkleika, sjálfstraust, áskoranir og þroskaferli.

4. Fjármál. Þarf ég að vera fátækur ef ég verð ekki ríkur? Unnið með: Viðhorf til peninga, yfirsýn, skipulag, markmið.

5. Heilsa. Góð andleg og líkamleg heilsa er grunnurinn að því að geta gert það sem ég vil í lífinu. Unnið með: Mataræði, hreyfingu, hugarfar og hamingju.

6. Framkoma. Góð og örugg framkoma lætur mér líða betur í eigin skinni, styrkir mig sem einstakling og hvetur fólk til liðs við mig. Unnið með: Grunnatriði í framkomu og að öðlast kjark til að tjá mig fyrir framan fólk.

Kennari: Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi - MBA og MSc. í mannauðsstjórnun.
Tími: Kennt föstudaginn 16. nóvember, kl. 20-22. 17 nóvember kl. 12-16 og 18. nóvember. kl. 09-11.
Lengd: 12 kennslustundir (3 skipti).
Staður: Patreksfjörður.
Verð: 49.000 kr.

Námskeiðið er frítt fyrir þá starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem greiða til VerkVest. Þeir sem nýta sér þetta eru beðnir að setja upplýsingar um vinnustað í reitinn "viðbótarupplýsingar" á skráningarforminu.

Félagar í FosVest geta einnig sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu en þeir þurfa að skrá sig á vef Fræðslusetursins Starfsmenntar - smennt.is.

Minnum aðra væntanlega þátttakendur á að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum og fræðslusjóðum!

Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.

Sjá nánar ásamt skráningu á námskeiðið.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón