Áframhald á tilraunaverkefni um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi
Verkefnið um hækkun menntunarstigs í Norðvestur kjördæmi er nú að fara af stað að nýju.
Símenntunarmiðstöðvarnar í kjördæminu og Háskólinn á Bifröst hafa gengið frá samkomulagi um framkvæmd nokkurra verkþátta í verkefninu.
Verkefnið hófst á síðast liðnu ári, en nokkur óvissa var umframhald þess. Þeirri óvissu var eytt með samningi menntamálaráðherra við Háskólanum á Bifröst fimmtudaginn 5. febrúar s.l. Þar var Háskólanum falið að fara með framkvæmd verksins og því tryggð fjármögnun. Verkefnið nær til eins árs og skal ljúka í janúar 2015.
Meginmarkmið verkefnisins er að efla ráðgjöf til fyrirtækja um nám á vinnustað, auka samstarf atvinnulífs og fræðsluaðila í kjördæminu um starfstengt nám, fjölga einstaklingum sem ljúka iðnnámi og efla íslenskukunnáttu innflytjenda. Verkefnið er liður í átaki til þess að hækka menntunarstig í íslensku atvinnulífi og eitt af nokkrum verkefnum sem sett voru af stað í framhaldi af kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins í maí 2011. Samskonar tilraunaverkefni var sett í gang í Breiðholti í fyrra.
Sjá nánar á frmst.is
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir