Allt á floti í Tálknafjarðarskóla
Sjaldan er ein báran stök, fyrir nokkrum vikum varð talsvert tjón í Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar þegar hitaveitulögn gaf sig og á föstudaginn gaf ofninn í tónlistarstofu Tálknafjarðarskóla upp öndina. Lekinn var mikill og þurfti hraðar hendur við að þurrka upp og forða meira tjóni. Sebastian bæjarfógeti í Þjónustumiðstöðinni brást hratt við, kom í veg fyrir lekann og mætti með ryksuguna, starfsmenn skólans brettu upp ermar og mokuðu vatninu upp. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var vatnsflaumurinn mikill og eiga starfsmenn sveitarfélagsins heiður skilinn fyrir hröð og fumlaus vinnubrögð.
Bryndís Sigurðardóttir
Sveitarstjóri
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir