Alþjóðlega píanóhátíðin á Vestfjörðum
Píanóleikarar á heimsklassa koma fram á Alþjóðlegu píanóhátíð Vestfjarða sem er haldin á Patreksfirði og Tálknafirði þessa vikuna.
Hátíðin var haldin í fyrsta skipti í fyrra að frumkvæði Andrews J. Yang sem er jafnframt listrænn stjórnandi hennar. Listamenn hátíðarinnar sem hanna prógram tónleikanna og leika fyrir gestina koma víðs vegar að úr heiminum. Ásamt því kenna þeir á meistaranámskeiði sem haldið er fyrir nemendur á svæðinu sem líkur með tónleikum. Hátíðin hlaut Eyrarrósina, verðlaun veitt framúrskarandi menningarverkefnum utan höfuðborgarsvæðisins, fyrr á árinu. Þar að auki hefur hátíðin hlotið styrki víðs vegar að, þar á meðal frá menningar- og ferðamálaráði Vesturbyggðar.
Píanóleikarar hátíðarinnar að þessu sinni eru Antoinette Perry frá Bandaríkjunum, prófessor í USC Thornton School of Music í Los Angeles, Dr. Nína Margrét Grímsdóttir, formaður framhaldsnáms við Tónlistarskóla Sigursveins D. Kristinssonar, Myung Park frá Suður-Kóreu og Frakklandi, tónskáld og píanóleikari með aðsetur í París, og Andrew J. Yang frá Bandaríkjunum.
Viðburðirnir í ár eru haldnir á Patreksfirði og Tálknafirði. Nánari upplýsingar um tónleikana, listamennina, hátíðina og miðakaup má finna á heimasíðu hátíðarinnar.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir