A A A

Ályktun sveitarstjórnar um samgönguöryggi á sunnanverðum Vestfjörðum

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps fjallaði um samgöngumál á 564. fundi sínum sem fór fram 18. nóvember 2020 og samþykkti samhljóða eftirfarandi ályktun:

 

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps lýsir yfir þungum áhyggjum af samgönguöryggi íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum nú þegar vetur er að ganga í garð í ljósi reynslu fyrri vetra. Stórauknir flutningar vegna framleiðslu á svæðinu krefjast þess að samgöngur séu öruggar. Vitað er að Klettsháls er farartálmi að vetri til vegna veðurhæðar og fari vindstyrkur yfir 20 metra á sekúndu er flutningabílum óheimilt að fara þar um. Á því ári sem nú er að líða hefur Klettsháls verið lokaður í fjórar klukkustundir eða meira í alls 40 skipti og enn eru 44 dagar til áramóta. Þegar ástandið er þannig verða fólk og vörur að eiga greiða og örugga leið yfir Breiðafjörð með Baldri. Vegna þessa leggur sveitarstjórnin áherslu á eftirfarandi atriði:

  1. Ferðum Baldurs verði fjölgað þannig að komið sé til móts við flutningaþörf svæðisins.
  2. Byrjað verði að huga að endurnýjun ferjunnar til að tryggja að öryggi og aðbúnaður sé samkvæmt lagalegum kröfum.

Jafnframt leggur sveitarstjórn þunga áherslu á að nauðsyn þess að vetrarþjónusta Vegagerðarinnar á vegum á svæðinu sé verulega aukin og bætt.
 

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón