Ályktun sveitarstjórnar vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjóakvíaeldi
Á fundi sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps þriðjudaginn 14. febrúar 2023 var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða:
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýslu í fiskeldi kemur sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps ekki á óvart þar sem ítrekað hefur verið bent á skort á eftirliti og rannsóknum með fiskeldi þau tólf ár sem fiskeldi hefur verið starfrækt í Tálknafirði. Skorað er á stjórnvöld að tryggja að fjármagn renni í þessa málaflokka til að hægt sé að bæta úr þeim vanköntum sem fram koma í skýrslunni. Jafnframt hafa sveitarfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum bent á nauðsyn þess að störf í eftirliti með fiskeldi og rannsóknum í greininni séu staðsett þar sem greinin er í öflugum rekstri. Sveitarfélögin hafa boðið fram húsnæði og aðstöðu á sunnanverðum Vestfjörðum til að svo geti orðið.
Mikil tækifæri eru í fiskeldi og greinin hefur stuðlað að uppbyggingu á Vestfjörðum eftir langt hnignunartímabil. Til að sú uppbygging haldi áfram og skili sem mestum verðmætum til samfélaganna á Vestfjörðum er nauðsynlegt að fjármagn renni einnig til þeirra sveitarfélaga þar sem mest þörf er á uppbyggingu í tengslum við fiskeldið þannig að hægt sé að styrkja samfélögin og þar með þróun greinarinnar í sátt við samfélag og náttúru.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir