Andreuhús til sölu
Húseignin við Aðalstræti 71a „Andreuhús“ á Patreksfirði er til sölu.
Um er að ræða forskalað 116,4 m2 timburhús sem byggt var árið 1927 á einni hæð með risi og kjallara ásamt bílskúr.
Tilboðum skal skilað á bæjarskrifstofur Vesturbyggðar Aðalstræti 63, 450 Patreksfirði fyrir 22. júní nk. merkt : Aðalstræti 71a.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum.
Saga hússins:
Andrea, en við hana er húsið kennt, missti mann sinn frá níu börnum, átti tvenna tvíbura og fatlaðan son sem hét Vikar. Í þá daga voru engir hjólastólar en börnin báru Vikar á bakinu svo hann gæti verið með í leikjum þeirra. Vikar varð síðar stofnandi Barðstrendingafélagsins og stóð fyrir byggingu Bjarkarlundar. Andrea var mjög virk í verklýðsbaráttunni og var aðalhvatamaður að byggingu gömlu sundlaugarinnar.
Tvær íbúðir voru í húsinu og var kjallarinn leigður út.
Upphaflega klætt í bárujárni en forskalað í dag.
Húsið er í góðum hlutföllum, eitt besta dæmið um alþýðuhús á Patreksfirði.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir