A A A

Annríki hjá slökkviliði Tálknafjarðar

Útkall vegna elds sem kom upp í heimashúsi á Tálknafirði
Útkall vegna elds sem kom upp í heimashúsi á Tálknafirði
1 af 3

Slökkvilið Tálknafjarðar hefur staðið í ströngu síðustu vikurnar og þurft að takast á við þrjú stór verkefni í samstarfi við slökkviliðin á Patreksfirði og Bíldudal.

 

Fyrir tveimur vikum þurfti að bregðast við flóði í Tunguá og mikil vinna var við að dæla vatni af hafnarsvæðinu. Í síðust viku varð stórbruni í nýbyggingu Arctic Smolt í Norður-Botni þar sem viðbragðsaðilar, með slökkviliðin fremst í flokki, unnu stórvirki við að bjarga því sem bjarga fólki og verðmætum eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum.

 

Nýjasta útkallið var svo vegna elds sem kom upp í heimashúsi á Tálknafirði og þar var slökkviðið komið á vettvang einungis sjö mínútum eftir að það var kallað út. Þetta snögga viðbragð og hárrétt vinnubrögð slökkviliðsfólks á vettvangi varð til þess að hratt og vel tókst að ráða niðurlögum elds sem var búinn að læsa sig í eldhúsinnréttingu.

 

Íbúar og það fólk sem getu átt allt sitt undir faglegum vinnubrögðum viðbragðsaðila er sannarlega þakklátt á svona stundum eins og sjá má á bókun sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps frá fundi hennar sem fór fram 28. febrúar 2023:

  Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps þakkar viðbragðsaðilum góða vinnu vegna brunans hjá Arctic Smolt í Norður-Botni 23. febrúar 2023 og óskar eigendum og starfsfólki góðs gengis við uppbyggingu að nýju.
 

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón