Arnarlax kaupir Bæjarvík
Arnarlax ehf. hefur keypt allt hlutafé Bæjarvíkur ehf. sem rekur fiskeldisstöð á Gileyri í Tálknafirði.
Arnarlax er að hefja laxeldi í Arnarfirði og hefur nú þegar fengið öll tilskilin leyfi til þess. Kaupin á Bæjarvík er fyrsta skrefið í uppbyggingu sem framundan er hjá fyrirtækinu. Áform Arnarlax er að halda áfram þeirri góðu uppbyggingu sem verið hefur hjá Bæjarvík og jafnframt endurbæta stöðina og auka framleiðslugetu hennar til seiðaeldis. Arnarlax bindur miklar vonir við þá uppbyggingu sem framundan er í Tálknafirði ásamt uppbyggingu sem framundan er á Bíldudal. Gert er ráð fyrir að fyrstu seiði frá Bæjarvík fari í sjó vorið 2014.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir