Áttu forngrip í fórum þínum?
Sunnudaginn 4. mars n.k. verður almenningi boðið að koma með gamla gripi til greiningar hjá sérfræðingum Þjóðminjasafns Íslands. Að þessu sinni er fólk sérstaklega beðið að koma með heimasaumuð föt, skartgripi og annað tengt klæðaburði áður fyrr, en sérfræðingar safnsins hafa mikinn áhuga á slíku í tengslum við sýningarnar TÍZKA – kjólar og korselett, þar sem sjá má kjóla frá árunum ca. 1947-1970, og Handaverk frú Magneu Þorkelsdóttur, þar sem er úrval þjóðbúninga úr smiðju Magneu Þorkelsdóttur biskupsfrúar. Að sjálfsögðu er þó einnig velkomið að koma með annars konar gripi af ýmsum toga.
Dagskráin hefst kl. 14 og lýkur kl. 16 og samkvæmt fenginni reynslu næst að greina um 50 gripi á þeim tíma. Fólki er því bent á að koma tímanlega og taka númer.
Þetta er í tíunda skipti sem safnið býður fólki að koma með gripi til greiningar, en þessir greiningardagar safnsins hafa verið mjög vel sóttir og margt skemmtilegt komið þar í ljós. Dagarnir eru ekki bara fróðlegir fyrir þá gesti sem koma með gripi, heldur gefst starfsfólki safnsins einnig einstakt tækifæri til að sjá þá mörgu áhugaverðu og skemmtilegu gripi sem til eru á heimilum landsmanna.
Tekið skal fram að einungis verður reynt að greina muni með tilliti til aldurs, efnis, uppruna o.s.frv. en starfsmenn safna meta ekki verðgildi gamalla gripa. Eigendur taka að sjálfsögðu gripina með sér aftur að lokinni skoðun.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir