Auglýsing: Deiliskipulag Þinghóll
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagi: Deiliskipulag fyrir fyrir frístundabyggð og þjónustulóðar á milli Hólsár og skólasvæðis í Tálknafirði.
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga nr, 123/2010 tillögu að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð og þjónustulóðar á milli Hólsár og skólasvæðis í Tálknafirði.
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum 9. mars 2005 að auglýsa deiliskipulag á svæði milli Hólsár og skólasvæðis skv. 41. gr. laga nr. 123/2010 m.s.br. Afmörkun skipulagssvæðisins náði yfir um 7,8 ha og fól í sér 17 lóðir fyrir frístundabyggð, þar af eina með 5 smáhýsum, eina lóð fyrir þjónustu/hótel, leiksvæði, kirkjulóð og kirkjugarð. Ofangreind skipulagstillaga var ekki auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og tók því aldrei lögformlega gildi, en tillagan sem hér er lögð fram byggir á henni. Deiliskipulagstillaga þessi nær jafnframt yfir deiliskipulag fyrir hótel og kirkju sem var samþykkt 7.júní 2000 en nú verða þær breytingar að lóð og byggingareitur fyrir hótel stækkar og lóð fyrir smáhýsi er færð á lóð númer 17 við Kirkjuhólsbraut. Deiliskipulag er í samræmi við aðalskipulag Tálknafjarðar 2006-2018.
Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38 frá og með mánudeginum 17. júlí nk. til 28. ágúst 2017. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, www.talknafjordur.is.
Þinghóll, skýringaruppdráttur (.pdf)
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til 28. ágúst 2017.
Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38, 460 Tálknafirði.
Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir