Auglýsing: Deiliskipulag fyrir athafnasvæði seiðaeldis í landi Gileyrar og Eysteinseyrar í Tálknafirði
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 breytingu á deiliskipulagi fyrir athafnasvæði seiðaeldis í landi Gileyrar og Eysteinseyrar í Tálknafirði.
Breytingin felur í sér að hluti byggingarreits B2 er stækkaður um 25m til austurs og verður 10.300m² í stað 7400m². Skilmálar eru óbreyttir frá gildandi deiliskipulagi. Megin tilgangur þessarar breytingar er að skapa pláss á byggingareit fyrir stoðmannvirki við seiðaeldið sem þurfa að vera staðsett ofar í landinu eins og vatnstank og súrefnistank.
Breytingartillagan verður til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Miðtúni 1 frá og með 26. apríl nk. til 9. júní 2017. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, www.talknafjordur.is.
breytt deiliskipulg gileyri-eysteinseyrir uppdráttur (.pdf)
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagið til 9. júní 2017.
Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Miðtún 1, 460 Tálknafirði.
Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir