Auglýsing: Deiliskipulag hafnarsvæðis og Kelduár
Deiliskipulag hafnarsvæðis Tálknafirði
Hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum 13. maí 2014 að auglýsa deiliskipulagstillögu hafnarsvæðis Tálknafirði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagssvæðið liggur neðan Strandgötu frá Strandgötu 20 að Hólsá. Svæðið sem um ræðir liggur innan skilgreinds hafnarsvæðis, athafnasvæðis A4/A5 og iðnaðarsvæðis I4 samkvæmt Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006-2018.
Skipulagssvæðið er um 6,1 ha að stærð og afmarkast af Strandgötu til norðurs og nær frá gatnamótum Strandgötu 20 til austurs að Hólsá til vesturs.
Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Miðtúni 1 frá og með mánudeginum 19. maí nk. til 30. júní 2014. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, www.talknafjordur.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskiplögin til 30. júní 2014.
Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Miðtún 1, 460 Tálknafirði.
Deiliskipulagstillaga -Virkjun Kelduár.
Hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum 13. maí 2014 að endurauglýsa deiliskipulagstillögu um virkjun Kelduár skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagið tekur til neðsta hluta Kelduár og næsta umhverfis í landi Eysteinseyrar og Norður-Botns. Gert er ráð fyrir að virkja rennsli Kelduár til raforkuframleiðslu. Að auki er gert ráð fyrir möguleika á að hægt sé að nýta umframvatn í fiskeldi í landi Norður-Botns, sem er utan skipulagssvæðisins.
Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Miðtúni 1 frá og með mánudeginum 19. maí nk. til 30. júní 2014. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, www.talknafjordur.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskiplögin til 30. júní 2014.
Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Miðtún 1, 460 Tálknafirði.
Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps
Óskar Örn Gunnarsson
Deiliskipulag Tálknafjarðarhafnar, greinargerð (.pdf)
Deiliskipulagsuppdráttur af Tálknafjarðarhöfn (.pdf)
Virkjun Kelduár, greinargerð (.pdf)
Deiliskipulagsuppdráttur af virkjun Kelduár (.pdf)
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir