A A A

Auglýsing: Forkynning á tillögu að aðalskipulagsbreytingu og tillögu að deiliskipulagi

 

Breyting á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006-2018

Forkynning skv. 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010

 

Í undirbúningi er vinna við breytingu á Aðalskipulagi Tálknfjarðarhrepps 2006-2018 sem staðfest var 15.12.2006.  Um er að ræða breytingu á landnotkun á jaðarsvæðum í þéttbýli Tálknafjarðar. Hlíðar ofan byggðar, lækjarfarvegir, gil, árbakkar, fjörur og strandsvæði eru skilgreindar sem opið svæði til sérstakra nota í staðinn fyrir óbyggð svæði. Mörk þéttbýlis eru einnig stækkuð til austurs.

Fyrirhuguð er einnig stækkun hafnarsvæðis á Tálknafirði en aukin umsvif vegna fiskeldis og aukin eftirspurn eftir lóðum á hafnarsvæði kalla á stækkun hafnarsvæðisins og aukna landfyllingu.

Gerðar eru viðeigandi breytingar á uppdrætti og greinargerð.

 

Deiliskipulag íbúðabyggðar ofan Strandgötu og varnarmannvirkja í Geitárhlíð

Forkynning skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Helstu markmið deiliskipulagsins er:

  • Að skilgreina núverandi lóðir og lóðarstærðir á svæðinu.
  • Að svæðið bjóði upp á sveigjanleika í notkun fyrir þá sem búa þar og starfa.
  • Að skilgreina öruggar umferðarleiðir fyrir, akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur.
  • Að auka öryggi gagnvart þeirri náttúruvá sem ofanflóð hafa í för með sér. 

 

Bent er sérstaklega á að verið er að skilgreina lóðir á íbúðasvæði og geta því lóðir verið að stækka eða minnka eftir því sem við á og eru íbúar sem hagsmuna eiga að gæta beðnir sérstaklega beðnir um að kynna sér deiliskipulagið.

 

Tillögurnar verða til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps. Kynningin mun standa til 7 janúar 2016.

Íbúafundur/-kynning verður auglýstur síðar.

 

Breyting á Aðalskipulagi Tálknafjarðar 2006-2018- Greinargerð og umhverfisskýrsla
SA0026F-Grg-2016-10-10 (.pdf)

Breyting á Aðalskipulagi Tálknafjarðar 2006-2018- Uppdráttur
SA26F_Jadar_thettbylis-A3-Plott (.pdf)
Greinargerð með deiliskipulagi
DU1602-Greinagerd-2016-10-21 (.pdf)

Uppdráttur með deiliskipulagi
DU1602-D01-minnkad (.pdf)
 



« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón