Auglýsing: Kynning á tillögu að aðalskipulagsbreytingu og tillögu að deiliskipulagi
Aðalskipulag
Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:
Breyting á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006‐2018 þéttbýlisuppdráttur
Um er að ræða breytingu á landnotkun á jaðarsvæðum í þéttbýli Tálknafjarðar. Hlíðar ofan byggðar, lækjarfarvegir,
gil, árbakkar, fjörur og strandsvæði eru skilgreind sem opið svæði til sérstakra nota í staðinn fyrir óbyggð svæði.
Mörk þéttbýlis eru einnig stækkuð til austurs. Fyrirhuguð er einnig stækkun hafnarsvæðis á Tálknafirði en aukin
umsvif vegna fiskeldis og aukin eftirspurn eftir lóðum á hafnarsvæði kalla á stækkun hafnarsvæðisins og aukna
landfyllingu. Tillaga að deiliskipulagi er auglýst með aðalskipulagsbreytingunni.
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst skipulagslýsing að eftirfarandi
aðalskipulagsbreytingu:
Breyting á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006‐2018 ‐Dunhagi
Breytingin felur í sér breytta landnotkun á þéttbýlisuppdrætti við skólasvæði Tálknafjarðar þar sem landnotkun
verður breytt frá svæði fyrir þjónustustofnun og opnu svæði til sérstakra nota yfir í svæði fyrir verslun og þjónustu.
Deiliskipulag
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillaga að eftirfarandi
deiliskipulagsáætlun:
Um er að ræða deiliskipulag flóðvarnargarðs í Tunguhlíð og íbúðarhverfis ofan Strandgötu. Deiliskipulagssvæðið er samtals 18 ha. Breyting á aðalskipulagi er auglýst samhliða.
Breytingartillagan og deiliskipulagstillagan verða til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Miðtúni 1 frá og með
mánudeginum 8. janúar til 19. febrúar 2018 og aðalskipulagsbreytingin einnig hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík. Tillögurnar eru einnig til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, www.talknafjordur.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til 19. febrúar 2018.
Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38, 460 Tálknafirði.
Skipulagslýsing fyrir aðalskipulagsbreytingu‐Dunhagi er í kynningu frá 8. janúar til 22. janúar 2018 og er hægt að skila inn ábendingum og athugasemdum til sveitarfélagsins til lok dags þann 22. janúar. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.
Virðingarfyllst
Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps
Auglýsing-ASK og DSK.pdf
SA0026F-Grg-2017-10-30.pdf
SA26G-Skipulagslýsing.pdf
SA26F_Jadar_thettbylis-A3-Plott-000.pdf
DU1602-Greinagerd maí 2017.pdf
DU1602-D01-A2-2000-000.pdf
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir