A A A

Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar um skipulagstillögur

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps samþykkti á fundum sínum 22. nóvember 2022 og 24. janúar 2023 eftirfarandi skipulagstillögur:

 

  1. Breytingu á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006-2018 vegna iðnaðar- og efnistökusvæða og færslu þjóðvegar í Botnsdal. Í breytingunni felast heimildir fyrir auknu seiðaeldi og byggingarmagni á iðnaðarsvæði I3 þar sem meginuppbygging verður í Norður-Botni, skilgreiningu byggingarmagns á I11 í Botnsdal og umfangi efnistöku á svæðum E2, E3 og E6 í Botnsdal og Norður-Botni. Mörk svæða breytast. Jafnframt er þjóðvegur 63, Bíldudalsvegur, færður á kafla í Botnsdal.

  2. Breyting á deiliskipulagi Norður-Botns sama efnis og aðalskipulagsbreytingin að ofan.

 

Tillögurnar voru auglýstar með athugasemdafresti til 28. október 2022.

 

  1. Breyting á deiliskipulagi Tálknafjarðarhafnar. Breytingin var í nokkrum liðum og fjallaði m.a. um breytta aðkomu að hafnarsvæðinu, skilgreindar voru nýjar lóðir og breytingar á lóðamörkum.

  2. Breyting á deiliskipulagi fyrir athafnasvæði fisk- og seiðaeldiss í landi Innstu-Tungu. Breytingin fjallaði um breytta aðkomu að athafnasvæði Tungusilungs, breytt skipulagsmörk og skilgreining á nýrri vatnslögn.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga um aðalskipulagið og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til sveitarstjóra, Strandgötu 38.
 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón