Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar um skipulagstillögur
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps samþykkti á fundum sínum 22. nóvember 2022 og 24. janúar 2023 eftirfarandi skipulagstillögur:
-
Breytingu á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006-2018 vegna iðnaðar- og efnistökusvæða og færslu þjóðvegar í Botnsdal. Í breytingunni felast heimildir fyrir auknu seiðaeldi og byggingarmagni á iðnaðarsvæði I3 þar sem meginuppbygging verður í Norður-Botni, skilgreiningu byggingarmagns á I11 í Botnsdal og umfangi efnistöku á svæðum E2, E3 og E6 í Botnsdal og Norður-Botni. Mörk svæða breytast. Jafnframt er þjóðvegur 63, Bíldudalsvegur, færður á kafla í Botnsdal.
-
Breyting á deiliskipulagi Norður-Botns sama efnis og aðalskipulagsbreytingin að ofan.
Tillögurnar voru auglýstar með athugasemdafresti til 28. október 2022.
-
Breyting á deiliskipulagi Tálknafjarðarhafnar. Breytingin var í nokkrum liðum og fjallaði m.a. um breytta aðkomu að hafnarsvæðinu, skilgreindar voru nýjar lóðir og breytingar á lóðamörkum.
-
Breyting á deiliskipulagi fyrir athafnasvæði fisk- og seiðaeldiss í landi Innstu-Tungu. Breytingin fjallaði um breytta aðkomu að athafnasvæði Tungusilungs, breytt skipulagsmörk og skilgreining á nýrri vatnslögn.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um aðalskipulagið og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til sveitarstjóra, Strandgötu 38.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir