Bætt þjónusta hjá Tálknafjarðarhreppi
Nágrannasveitarfélögin hér á sunnanverðum Vestfjörðum eiga með sér mikið og gott samstarf um margskonar málefni, eitt af þeim er sameiginleg félagsþjónusta. Þar stendur í stafni Arnheiður Jónsdóttir félagsmálastjóri en hún fékk á liðnu ári góðan liðsauka í Páli Vilhjálmssyni í nýrri stöðu íþrótta- og tómstundafulltrúa. Bæði hafa þau haft starfstöð í nýrri og glæsilegri skrifstofu Vesturbyggðar á Patreksfirði en verið dugleg að renna yfir fjöllin og heimsækja nágrannabæi.
Starfsmenn á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps þrengdu á dögunum aðeins að sér og útbúin var þriðja starfstöðin á skrifstofunni og þar ætla þau Arnheiður og Páll að koma sér fyrir á þriðjudögum og miðvikudögum. Arnheiður verður á þriðjudögum en Páll á miðvikudögum. Þó er ekki víst að hægt sé að ganga alltaf að þeim vísum við skrifborðið nema panta tíma því þau verða á ferðinni í þorpinu, að sinna sínum störfum.
Netfang Arnheiðar er arnheidur@vesturbyggd.is en Páls it@vesturbyggd.is
Bryndís Sigurðardóttir
sveitarstjóri
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir