A A A

Blóðsykurmæling

Ágætu íbúar í Vesturbyggð og Tálknafirði.

Fimmtudaginn 24. nóvember n.k. munu Lionsklúbbur Patreksfjarðar bjóða fólki upp á fría blóðsykurmælingu. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði er öflugur bakhjarl þessa verkefnis og útvegar það sem til þarf í mælinguna. Mælingin fer fram á Hvest Patreksfirði fimmtudaginn 24. nóvember 2022 milli klukkan 16.00. og 18.00.
 

Sykursýki (diabetes mellitus) er efnaskiptasjúkdómur sem einkennist af of háum blóðsykri, sem stafar annaðhvort af of litlu magni insúlíns í blóði eða af óeðlilegri virkni insúlíns ásamt því að magn þess sé of lítið. Algengustu einkennin eru þorsti, tíð þvaglát og sjóntruflanir.
 

Tegund tvö af sykursýki fyrirfinnst í flestum tilfellum í eldra fólki, en er þó farið að finnast í yngri kynslóðum með hækkandi tíðni offitu í heiminum. Meðferð við sykursýki af tegund tvö er í byrjun oftast breytt mataræði og góð líkamleg hreyfing. En þegar sjúkdómurinn er kominn lengra getur lyfjagjöf verið nauðsynleg.
 

Þegar fólk mætir í blóðsykurmælingu, sem er einföld í framkvæmd, fæst úr því skorið hvert blóðsykurgildið er. Stungið er í fingurgóm og teknir nokkrir blóðdropar, sem settir eru á strimil og niðurstaðan fæst svo til strax. Ef niðurstaðan er á þann veg að viðkomandi er með háan blóðsykur, þá er honum umsvifalaust bent á að ræða við heimilislækni sinn.
 

Þann 14. nóvember ár hvert er alþjóðlegur sykursýkisvarnadagur Lionshreyfingarinnar. Í tæp sextíu ár hefur það verið baráttumál Lionshreyfingarinnar að fræða fólk um sjúkdóminn og finna þá sem ganga með dulda sykursýki.
 

Með þessu átaki viljum við í Lionsklúbbi Patreksfjarðar stuðla að betri forvörnum og hjálpa til við að finna þá sem eru með þennan sjúkdóm á byrjunarstigi.
 

f.h. Lionsklúbbs Patreksfjarðar

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón