A A A

Brenna og flugeldasýning á gamlárskvöldi 2023

Á Tálknafirði verður árið kvatt með brennu og flugeldasýningu á gamlárskvöldi sunnudaginn 31. desember 2023.

 

Tendrað verður í brennunni á Naustatanga kl. 20:30 og hálftíma síðar verður fjörðurinn lýstur upp með  flugeldsýningu Björgunarsveitarinnar Tálkna.

 

Minnt er á flugeldasölu Tálkna í húsnæði sveitarinnar við Strandgötu sem er opin kl. 18:00-22:00 á föstudegi, kl. 16:00-22:00 á laugardegi og svo kl. 12:00-14:00 á gamlársdeginum sjálfum. Það skiptir máli að styðja við mikilvæga starfsemi björgunarsveitarinnar og Tálknfirðingar því hvattir til að gera sér ferð til Tálkna.

« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      
Næstu atburðir
Vefumsjón