A A A

Breyting á aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006-2018

Breyting á aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006-2018 vegna afmörkunar vatnsverndar, jarðborun og reiðleiðir í Tálknafirði
 

Hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps samþykkti á fundi þann 20.mars 2013 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006-2018. Tillagan og meðfylgjandi umhverfisskýrsla var auglýst frá 4. desember 2012 til 16. janúar 2013. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Siglingastofnun, Orkustofnun, Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun. Umsagnir gáfu ekki tilefni til þess að breyta auglýstri tillögu en brugðist hafði verið við umsögnum áður en tillaga var auglýst. Einnig bárust athugasemdir frá Dýrfiski. Orðið var við athugasemdunum og búið er að svara  þeim sem þær gerðu. Minniháttar breytingar voru gerðar á auglýstri tillögu sem gáfu ekki tilefni til þess að endurauglýsa tillöguna og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér að byggingarfulltrúa Tálknafjarðarhrepps.

 

Ármann Halldórsson byggingarfulltrúi

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón