A A A

Breyting á opnunartíma sundlaugar næstu daga

Nú er allt komið á fullt hjá okkur við að undirbúa sumarið. En núna á þriðjudaginn 24. maí og miðvikudaginn 25. maí opnum við ekki fyrr en klukka 17:00 vegna þess að starfsólkið er að fara á námskeiðið “skyndihjálp og björgun”.  Síðan eftir lokun á miðvikudeginum tökum við vatnið af lauginni svo það sé hægt að mála hana og gera við leka fyrir sumarið. Við gerum svo ráð fyrir því að geta opnað hana aftur á sunnudeginum 29. maí.

 

Þessi vika er alþjóðleg hreyfivika og til þess að hvetja fólk til að nýta sundlaugina okkar meira verður frítt í sund mánudag, þriðjudag og miðvikudag.

 

Opnunartími næstu daga:

 

Þriðjudagurinn 24. maí 17:00 – 21:00

Miðvikudagurinn 25. maí 17:00 – 21:00

Fimmtudagurinn 26. maí LOKAÐ

Föstudagurinn 27. maí LOKAÐ

Laugardagurinn 28 maí LOKAÐ

Sunnudagurinn 29. maí 13:00 – 15:00

Mánudagurinn 30 maí 06:45 – 12:00 og 16:00 – 21:00

Þriðjudagurinn 31. maí 07:00 – 12:00 og 16:00 – 21:00

Miðvikudaginn 1. júní byrjar svo sumar opnunin sem verður 09:00 – 21:00

 

Ég vona að þetta valdi ekki miklum óþægindum og hvet fólk til þess að fara út og njóta vorsins í fallega firðinum okkar.

 

Jóhanna Eyrún Guðnadóttir, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón